Samkeppni á samdráttartímum 28. september 2009 06:00 Eitt af því mikilvægasta sem huga þarf að við endurreisn íslensks efnahagslífs er hvernig tryggja má að hagkerfi framtíðarinnar geti skilað landsmönnum sem bestum lífskjörum á næstu árum og áratugum. Í þeirri vinnu þarf augljóslega bæði að horfa til þess sem vel var gert á undanförnum árum og þess sem fór úrskeiðis. Við þurfum að byggja á því fyrra og koma í veg fyrir að það síðara geti endurtekið sig. Við getum einnig horft til reynslu annarra landa af alvarlegum efnahagsáföllum og hvað hefur gefist vel og hvað illa við að vinna á þeim. Reynsla annarra landa kennir að á samdráttartímum kann að virðast freistandi að reyna að styðja við illa stödd fyrirtæki með því að gefa þeim afslátt af eðlilegum samkeppnisreglum. Það er líka við því að búast að raddir þeirra sem vilja vernda innlend fyrirtæki fyrir erlendri samkeppni verði háværar. Reynsla annarra landa kennir líka að þetta er reginfirra. Það leysir engan vanda, ekki einu sinni til skamms tíma, að draga úr samkeppni á samdráttartímum. Það örvar ekki efnahagslífið. Þvert á móti. Fyrirtæki sem búa ekki við aðhald eðlilegra samkeppnisreglna setja upp hærra verð, framleiða minna, fjárfesta minna, setja minna í vöruþróun og leit að nýjum mörkuðum og veita færri atvinnu en þau sem búa við heilbrigða samkeppni. Ein helsta skýring þess hve Bandaríkjamönnum gekk hægt að vinna sig út úr heimskreppunni á fjórða áratugnum er einmitt þau mistök sem þeir gerðu þá með því að draga úr aðhaldi með samkeppni fyrirtækja. Þegar Finnar lentu í djúpri efnahagslægð í upphafi tíunda áratugarins var þeim þetta ljóst. Mikilvægur þáttur í viðbrögðum þeirra við efnahagsvandanum var að efla samkeppniseftirlit þar í landi, m.a. með nýjum lagaheimildum. Samkeppniseftirlitin á Norðurlöndum draga þetta skýrt fram með dæmum frá fleiri löndum í sameiginlegri skýrslu þeirra um samkeppni í fjármálakreppunni sem út kom fyrr í þessum mánuði. Á fjórða áratugnum kom einnig skýrt í ljós hve skelfilegar afleiðingar það hefur ef einstök lönd reyna að vernda sinn heimamarkað til að vinna gegn samdrætti. Innflutningshöft í einu landi valda þarlendum neytendum beinum skaða. Um leið og önnur lönd svara í sömu mynt skaðast útflytjendur einnig. Tollmúrar og innflutningshöft valda á endanum tjóni fyrir alla. Því er það mjög mikilvægt, jafnt fyrir Ísland sem önnur lönd, að reyna ekki að varpa vanda eins lands vegna efnahagssamdráttar yfir á nágrannana með vanhugsuðum aðgerðum. Það hefur aldrei gefist vel. Virk og heilbrigð samkeppni er nauðsynleg forsenda þess að íslenskt efnahagslíf geti náð vopnum sínum á ný. Það er vissulega erfitt að ganga í gegnum djúpan samdrátt efnahagslífsins en því má ekki gleyma að við getum og munum fyrirsjáanlega vinna okkur út úr vandanum. Umrótið skapar jafnframt margvísleg tækifæri. Margt má hugsa upp á nýtt. Við þurfum ekki og eigum ekki að endurreisa þær fyrirtækjasamsteypur og þau eignarhaldsfélög sem tröllriðu íslensku efnahagslífi undanfarin ár. Við getum líka og munum skipuleggja nýtt og heilbrigðara fjármálakerfi frá grunni. Nýtt hagkerfi á að geta risið með fleiri, smærri og fjölbreyttari fyrirtækjum, einfaldara og gagnsærra eignarhaldi og mun eðlilegri dreifingu arðs af starfsemi þeirra. Endurreist fjármálakerfi Íslendinga leikur lykilhlutverk í þessari vinnu. Mjög mikilvægt er að þegar lánastofnanir koma að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja á næstu mánuðum verði horft til samkeppnissjónarmiða. Gagnsæ og fagleg vinnubrögð lánastofnana eru jafnframt nauðsynleg til að tryggja að skilið verði milli feigs og ófeigs í fyrirtækjaflórunni með skynsamlegum hætti. Þau fyrirtæki eiga að fá að lifa sem geta skapað verðmæti og skilað arði í harðri samkeppni við eðlilegar aðstæður. Það er hins vegar engum greiði gerður með því að halda fyrirtækjum á lífi sem ekki þola náttúruval heilbrigðs markaðar. Íslenskt efnahagslíf byggir þrátt fyrir allt á afar sterkum stoðum. Því má ekki gleyma að jafnvel áður en útrásarbólan bjó til óraunhæf lífskjör og keyrði neyslu landsmanna upp úr öllu valdi var afar gott að búa á Íslandi. Lífskjör höfðu aldrei verið betri í sögu landsins og stóðust vel samanburð við það sem best þekkist erlendis. Þótt við þurfum að leggja talsvert á okkur á næstu misserum til að leysa skammtímavanda höfum við ekki tapað neinu af því sem þurfti til að búa svo vel. Við höfum jafnframt alla burði til að gera enn betur á næstu áratugum. Höfundur er viðskiptaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Eitt af því mikilvægasta sem huga þarf að við endurreisn íslensks efnahagslífs er hvernig tryggja má að hagkerfi framtíðarinnar geti skilað landsmönnum sem bestum lífskjörum á næstu árum og áratugum. Í þeirri vinnu þarf augljóslega bæði að horfa til þess sem vel var gert á undanförnum árum og þess sem fór úrskeiðis. Við þurfum að byggja á því fyrra og koma í veg fyrir að það síðara geti endurtekið sig. Við getum einnig horft til reynslu annarra landa af alvarlegum efnahagsáföllum og hvað hefur gefist vel og hvað illa við að vinna á þeim. Reynsla annarra landa kennir að á samdráttartímum kann að virðast freistandi að reyna að styðja við illa stödd fyrirtæki með því að gefa þeim afslátt af eðlilegum samkeppnisreglum. Það er líka við því að búast að raddir þeirra sem vilja vernda innlend fyrirtæki fyrir erlendri samkeppni verði háværar. Reynsla annarra landa kennir líka að þetta er reginfirra. Það leysir engan vanda, ekki einu sinni til skamms tíma, að draga úr samkeppni á samdráttartímum. Það örvar ekki efnahagslífið. Þvert á móti. Fyrirtæki sem búa ekki við aðhald eðlilegra samkeppnisreglna setja upp hærra verð, framleiða minna, fjárfesta minna, setja minna í vöruþróun og leit að nýjum mörkuðum og veita færri atvinnu en þau sem búa við heilbrigða samkeppni. Ein helsta skýring þess hve Bandaríkjamönnum gekk hægt að vinna sig út úr heimskreppunni á fjórða áratugnum er einmitt þau mistök sem þeir gerðu þá með því að draga úr aðhaldi með samkeppni fyrirtækja. Þegar Finnar lentu í djúpri efnahagslægð í upphafi tíunda áratugarins var þeim þetta ljóst. Mikilvægur þáttur í viðbrögðum þeirra við efnahagsvandanum var að efla samkeppniseftirlit þar í landi, m.a. með nýjum lagaheimildum. Samkeppniseftirlitin á Norðurlöndum draga þetta skýrt fram með dæmum frá fleiri löndum í sameiginlegri skýrslu þeirra um samkeppni í fjármálakreppunni sem út kom fyrr í þessum mánuði. Á fjórða áratugnum kom einnig skýrt í ljós hve skelfilegar afleiðingar það hefur ef einstök lönd reyna að vernda sinn heimamarkað til að vinna gegn samdrætti. Innflutningshöft í einu landi valda þarlendum neytendum beinum skaða. Um leið og önnur lönd svara í sömu mynt skaðast útflytjendur einnig. Tollmúrar og innflutningshöft valda á endanum tjóni fyrir alla. Því er það mjög mikilvægt, jafnt fyrir Ísland sem önnur lönd, að reyna ekki að varpa vanda eins lands vegna efnahagssamdráttar yfir á nágrannana með vanhugsuðum aðgerðum. Það hefur aldrei gefist vel. Virk og heilbrigð samkeppni er nauðsynleg forsenda þess að íslenskt efnahagslíf geti náð vopnum sínum á ný. Það er vissulega erfitt að ganga í gegnum djúpan samdrátt efnahagslífsins en því má ekki gleyma að við getum og munum fyrirsjáanlega vinna okkur út úr vandanum. Umrótið skapar jafnframt margvísleg tækifæri. Margt má hugsa upp á nýtt. Við þurfum ekki og eigum ekki að endurreisa þær fyrirtækjasamsteypur og þau eignarhaldsfélög sem tröllriðu íslensku efnahagslífi undanfarin ár. Við getum líka og munum skipuleggja nýtt og heilbrigðara fjármálakerfi frá grunni. Nýtt hagkerfi á að geta risið með fleiri, smærri og fjölbreyttari fyrirtækjum, einfaldara og gagnsærra eignarhaldi og mun eðlilegri dreifingu arðs af starfsemi þeirra. Endurreist fjármálakerfi Íslendinga leikur lykilhlutverk í þessari vinnu. Mjög mikilvægt er að þegar lánastofnanir koma að fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja á næstu mánuðum verði horft til samkeppnissjónarmiða. Gagnsæ og fagleg vinnubrögð lánastofnana eru jafnframt nauðsynleg til að tryggja að skilið verði milli feigs og ófeigs í fyrirtækjaflórunni með skynsamlegum hætti. Þau fyrirtæki eiga að fá að lifa sem geta skapað verðmæti og skilað arði í harðri samkeppni við eðlilegar aðstæður. Það er hins vegar engum greiði gerður með því að halda fyrirtækjum á lífi sem ekki þola náttúruval heilbrigðs markaðar. Íslenskt efnahagslíf byggir þrátt fyrir allt á afar sterkum stoðum. Því má ekki gleyma að jafnvel áður en útrásarbólan bjó til óraunhæf lífskjör og keyrði neyslu landsmanna upp úr öllu valdi var afar gott að búa á Íslandi. Lífskjör höfðu aldrei verið betri í sögu landsins og stóðust vel samanburð við það sem best þekkist erlendis. Þótt við þurfum að leggja talsvert á okkur á næstu misserum til að leysa skammtímavanda höfum við ekki tapað neinu af því sem þurfti til að búa svo vel. Við höfum jafnframt alla burði til að gera enn betur á næstu áratugum. Höfundur er viðskiptaráðherra.
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar