Viðskipti innlent

Greining Íslandsbanka spáir vaxtalækkun upp á 1 prósentustig

Greining Íslandsbanka spáir því í morgunkorni sínu að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands ákveði að lækka stýrivexti á miðvikudag um eitt prósentustig. Um er að ræða aukavaxtaákvörðunardag en vegna óvissu um horfur í hagkerfinu og samspil vaxta og gengis taldi nefndin á síðasta fundi sínum rétt að fjölga vaxtaákvörðunarfundum sínum. „Verður vaxtaákvörðun því í fyrstu viku hvers mánaðar frá apríl til júlí og í annarri viku ágústmánaðar," segir í morgunkorninu.

„Við reiknum með því að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði að lækki stýrivexti bankans um 1 prósentustig á miðvikudaginn," segir ennfremur.

„Sökum þess að stoppað hefur verið í gatið á gjaldeyrishöftunum og að mesti þungi vaxtagreiðslnanna er frá reiknum við með að peningastefnunefndin sé nokkuð róleg yfir gengisþróuninni undanfarið en með afgangi af vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd ættu að vera forsendur fyrir því að krónan hækki á næstunni innan fyrirkomulags gjaldeyrishafta. Í vísbendingum um þróun efnahagslífsins að öðru leiti felast sterk rök fyrir ríflegri vaxtalækkun nú þ.m.t. verðbólgutölum og vísbendingum um framleiðsluslaka," segja Íslandsbankamenn að lokum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×