Bandarískur prófessor: Íslendingar, lítið ykkur nær Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar 19. ágúst 2009 10:36 Daniel W. Drezner, prófessor í alþjóðastjórnmálum og bloggari. Mynd/Bloggingheads.tv „[Sagan] er næstum jafn dramatísk og ævintýri úr norrænni goðafræði," segir Daniel W. Drezner, þekktur bandarískur prófessor og bloggari, í grein á vefsvæði Wall Street Journal í gær. Þar leggur hann út af bókinni Why Iceland? eftir Ásgeir Jónsson, forstöðumann greiningardeildar Kaupþings, og fjallar um hrun íslenska bankakerfisins. Í grein Drezners kemur hann inn á einkavæðingu bankanna, öran hagvöxt í landinu í aðdraganda bankahrunsins og loks lausafjárkreppuna, hrun krónunnar og áhlaup á bankana. Hann gagnrýnir viðbrögð stjórnmála- og embættismanna við hruninu, og segir það ekki þurfa að koma neinum á óvart að Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, hafi verið snjallari við kveðskap en fjármálafræði. Þá lýsir hann símtali fjármálaráðherra Íslands og Bretlands árið 2008 sem endaði með því að Bretar nýttu hryðjuverkalög landsins til að frysta eignir Landsbankans. Drezner segir sögu hrunsins á Íslandi vera frábært efni í góða frásögn, en segir Ásgeir Jónsson þó bjóða upp á lítið nýtt í bók sinni Why Iceland? þrátt fyrir að hafa verið í góðri innanbúðarstöðu vegna starfsins í Kaupþingi. Hann segir bókina minna um of á greiningarskýrslur eða fréttaskrif á köflum og virðist lítið hrifinn af gamansögum Ásgeirs úr bankageiranum. Hann segir mesta gagnið í bókinni vera að hún afhjúpi hugarfar íslensku þjóðarinnar. Hann bendir á að Ásgeir eyði ófáum blaðsíðum í að útlista blóraböggla sem brugðust Íslandi á alþjóðavettvangi, án þess að litið sé í eigin barm. Þetta þykir Drezner ekki sannfærandi og segir Íslendinga í leit að sökudólgum mega líta sér nær. Grein Drezners má lesa hér. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
„[Sagan] er næstum jafn dramatísk og ævintýri úr norrænni goðafræði," segir Daniel W. Drezner, þekktur bandarískur prófessor og bloggari, í grein á vefsvæði Wall Street Journal í gær. Þar leggur hann út af bókinni Why Iceland? eftir Ásgeir Jónsson, forstöðumann greiningardeildar Kaupþings, og fjallar um hrun íslenska bankakerfisins. Í grein Drezners kemur hann inn á einkavæðingu bankanna, öran hagvöxt í landinu í aðdraganda bankahrunsins og loks lausafjárkreppuna, hrun krónunnar og áhlaup á bankana. Hann gagnrýnir viðbrögð stjórnmála- og embættismanna við hruninu, og segir það ekki þurfa að koma neinum á óvart að Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri, hafi verið snjallari við kveðskap en fjármálafræði. Þá lýsir hann símtali fjármálaráðherra Íslands og Bretlands árið 2008 sem endaði með því að Bretar nýttu hryðjuverkalög landsins til að frysta eignir Landsbankans. Drezner segir sögu hrunsins á Íslandi vera frábært efni í góða frásögn, en segir Ásgeir Jónsson þó bjóða upp á lítið nýtt í bók sinni Why Iceland? þrátt fyrir að hafa verið í góðri innanbúðarstöðu vegna starfsins í Kaupþingi. Hann segir bókina minna um of á greiningarskýrslur eða fréttaskrif á köflum og virðist lítið hrifinn af gamansögum Ásgeirs úr bankageiranum. Hann segir mesta gagnið í bókinni vera að hún afhjúpi hugarfar íslensku þjóðarinnar. Hann bendir á að Ásgeir eyði ófáum blaðsíðum í að útlista blóraböggla sem brugðust Íslandi á alþjóðavettvangi, án þess að litið sé í eigin barm. Þetta þykir Drezner ekki sannfærandi og segir Íslendinga í leit að sökudólgum mega líta sér nær. Grein Drezners má lesa hér.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira