Viðskipti innlent

Krónan heldur áfram að lækka

Gengi krónunnar hefur lækkað um ríflega 0,2% í morgun í fremur litlum viðskiptum. Er þetta fjórði dagurinn í röð sem gengi krónunnar lækkar. Dagslokagildi krónunnar var það lægsta á árinu í lok dags í gær.

Evran stendur nú í tæplega 182,5 krónum en var í 178,4 á föstudaginn. Lækkun krónunnar gagnvart evrunni nemur því 2,3% á þessum fjórum dögum. Þetta kemur fram í Morgunkorni Íslandsbanka.

Seðlabankinn hefur verið lítið inni á markaðinum í þessum mánuði og einungis einu sinni gripið inn í hann með sölu á gjaldeyri. Til samanburðar greip bankinn tíu sinnum inn í markaðinn í júlí og nítján sinnum í júní.

Erfitt er að lesa í þessa breyttu hegðun Seðlabankans en hugsanlega telur bankinn lækkun krónunnar síðustu daga vera litla ógn við stöðugleika krónunnar og/eða að hann er að spara gjaldeyriforðan núna þegar óvissa er nokkur um frekari uppbyggingu hans með erlendum lántökum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×