Viðskipti innlent

FME veitir Capacent Glacier starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki

Gunnar Örn Jónsson skrifar
Gunnar Andersen er forstjóri Fjámálaeftirlitsins.
Gunnar Andersen er forstjóri Fjámálaeftirlitsins.
Fjármálaeftirlitið hefur veitt Capacent Glacier hf. starfsleyfi sem verðbréfafyrirtæki. Starfsleyfi Capacent Glacier hf. tekur til viðskipta og þjónustu með fjármálagerninga.

Capacent Glacier er alþjóðlegt fjármálaráðgjafarfyrirtæki í nánu samstarfi við Glacier Partners í New York. Félögin veita óháða ráðgjöf tengda kaupum og sölum á fyrirtækjum, fjármögnun og fjárhagslegri endurskipulagningu.

Capacent Glacier byggir á grunni Capacent sem er stærsta norræna ráðgjafafyrirtækið. Tilurð Capacent má rekja til ársins 2005 þegar IMG og KPMG Ráðgjöf sameinuðust.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×