Viðskipti innlent

Segir íslenska ríkið engu tapa ef Straumur heldur velli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Tap íslenska ríkisins vegna lána til Straums yrði ekki neitt ef bankinn fengi að starfa áfram. Þetta segir Óttar Pálsson, forstjóri bankans, í samtali við Vísi.

„Almennt erum við að gera ráð fyrir að greiða þeim kröfuhöfum sem hafa tryggingar, sem eru íslenska ríkið í formi Seðlabankans, fjármálaráðuneytis og Íslandsbanka. Við gerum ráð fyrir að mæta þeirra kröfum að fullu," segir Óttar. Þá sé gert ráð fyrir 51% endurgreiðslu gagnvart ótryggðum kröfuhöfum.

„Plús það að þá hefur ekki verið tekið tillit til mögulegrar afkomu af áframhaldandi fjárfestingabankastarfsemi á Íslandi," segir Óttar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×