Viðskipti erlent

Bandaríkjastjórn aðstoðar Citigroup

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Bandaríkjastjórn mun koma Citigroup-bankanum til aðstoðar með því að kaupa forgangshlutabréf í bankanum 20 milljarða dollara en bankinn hefur barist í bökkum undanfarið og sagði nýlega upp 10 þúsund starfsmönnum.

Uppsagnirnar voru liður í að lækka launakostnað bankans um 25 prósent. Þetta er hluti af rúmlega 300 milljarða dollara björgunaráætlun bankans. Við þetta eignast bandaríkjastjórn hlut í bankanum og honum verða sett ströng rekstrarskilyrði. Meðal annars verða laun æðstu stjórnenda hans lækkuð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×