Viðskipti erlent

Salan á hótel D’Angleterre fyrir rétt í Kaupmannahöfn

Í dag hefjast réttarhöld í Kaupmannahöfn vegna sölunnar á hótel D'Angleterre, og fleiri eignum, til Nordic Partners sem er í eigu Íslendinga. Það er fasteignasali sem stefnt hefur fyrri eigendum D'Angleterre, Remmen fjölskyldunni. Telur fasteignasalinn sig eiga inni söluþóknun hjá fjölskyldunni.

Í frétt um málið á börsen segir að svo virðist sem erfitt sé að átta sig á því hver var í raun eigandi D'Angleterre, hótelsins Frederik, Front og Copenhagen Corner þegar þessar eignir voru seldar til Nordic Partners í fyrra.

Skömmu fyrir söluna virðist Remmen fjölskyldan hafa flutt eignarhaldið frá skúffufyrirtæki á Hollensku Antiller eyjum og yfir í fjölskyldusjóð sem skráður er í Liechtenstein.

Lögmaður fjölskyldunnar segir að "enginn hókus pókus" hafi verið í gangi þegar eignarhaldið var flutt milli tveggja skattaskjóla skömmu fyrir söluna á fyrrgreindum eignum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×