Mörg góðgerðarsamtök í klemmu vegna hruns íslensku bankanna 3. desember 2008 08:55 Tæplega 50 góðgerðarsamtök í Bretlandi eru í klemmu vegna hruns íslensku bankanna. Eitt þeirra,sjúkrahótelið Naomi House hefur þurft að leggja af heimahjúkrunarþjónustu við langveik og dauðvona börn vegna glataðra innistæðna hjá Singer & Friedlander banka Kaupþings í London. Fjallað er um málið á vefsíðu BBC. Þar er m.a. rætt við Sue George móður sem á átta ára stúlku, Holly, sem þjáist af ólæknandi lungnasjúkdómi. Þær mæðgur búa í Beedon í Berkshire og þar til nýlega gátu þær reitt sig á þjónustu Naomi House en ekki lengur. BBC segir að þær hljóti að vera tvær af saklausustu fórnarlömbum bankahrunsins á Íslandi. "Þetta hefur haft gífurleg áhrif á líf okkar," segir Sue George. "Ef neyðarástand skapast get ég ekki reitt mig á vini eða nágranna til að líta eftir Holly. Hún þarf á sérfræðiaðstoð að halda." Áður en Naomi House neyddist til að hætta heimahjúkrun sinni gátu Sue og Holly ætíð reitt sig á þjónustu hótelsins sem sendi strax hjúkrunarkonu á heimili þeirra ef eitthvað kom upp á. Í frétt BBC kemur fram að samkvæmt regnhlífarsamtökunum The Charity Finance Directors Group áttu 49 góðgerðarsamtök og stofnanir peninga inni á reikningum íslensku bankanna í Bretlandi. Mörg þeirra vilja ekki koma fram opinberlega af ótta við að slíkt myndi hræða stuðningsfólk sitt. HInsvegar hafa þessi samtök og stofnanir nú myndað stýrihóp og ætla í sameiningu að knýja bresk stjórnvöld til aðgerða í þeirra þágu strax. Það mun taka mánuði ef ekki ár að bíða eftir niðurstöðum úr skiptum á þrotabúum bankanna. Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tæplega 50 góðgerðarsamtök í Bretlandi eru í klemmu vegna hruns íslensku bankanna. Eitt þeirra,sjúkrahótelið Naomi House hefur þurft að leggja af heimahjúkrunarþjónustu við langveik og dauðvona börn vegna glataðra innistæðna hjá Singer & Friedlander banka Kaupþings í London. Fjallað er um málið á vefsíðu BBC. Þar er m.a. rætt við Sue George móður sem á átta ára stúlku, Holly, sem þjáist af ólæknandi lungnasjúkdómi. Þær mæðgur búa í Beedon í Berkshire og þar til nýlega gátu þær reitt sig á þjónustu Naomi House en ekki lengur. BBC segir að þær hljóti að vera tvær af saklausustu fórnarlömbum bankahrunsins á Íslandi. "Þetta hefur haft gífurleg áhrif á líf okkar," segir Sue George. "Ef neyðarástand skapast get ég ekki reitt mig á vini eða nágranna til að líta eftir Holly. Hún þarf á sérfræðiaðstoð að halda." Áður en Naomi House neyddist til að hætta heimahjúkrun sinni gátu Sue og Holly ætíð reitt sig á þjónustu hótelsins sem sendi strax hjúkrunarkonu á heimili þeirra ef eitthvað kom upp á. Í frétt BBC kemur fram að samkvæmt regnhlífarsamtökunum The Charity Finance Directors Group áttu 49 góðgerðarsamtök og stofnanir peninga inni á reikningum íslensku bankanna í Bretlandi. Mörg þeirra vilja ekki koma fram opinberlega af ótta við að slíkt myndi hræða stuðningsfólk sitt. HInsvegar hafa þessi samtök og stofnanir nú myndað stýrihóp og ætla í sameiningu að knýja bresk stjórnvöld til aðgerða í þeirra þágu strax. Það mun taka mánuði ef ekki ár að bíða eftir niðurstöðum úr skiptum á þrotabúum bankanna.
Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf