Viðskipti innlent

Krónan fellur áfram

Gengi íslensku krónunnar hefur fallið um tvö og hálft prósent í morgun. Þá hefur úrvalsvísitalan lækkað um tæp tvö prósent.

Vantrú á íslenskt efnahagslíf er talin meginástæða þessara lækkana og segir forstöðumaður greiningadeildar Landsbankans að krónan muni halda áfram að sveiflast mikið á næstunni.

Bandaríkjadalur kostar nú um 88 krónur, pundið um 155 krónur og evran 126 krónur. Þá kostar danska krónan nærri 17 krónur íslenskar.

 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×