Viðskipti innlent

Síminn með lægsta tilboð í uppbyggingu háhraðanets

Sævar Freyr Þráinsson er forstjóri Símans.
Sævar Freyr Þráinsson er forstjóri Símans.
Síminn átti lægsta tilboð í útboði Fjarskiptasjóðs um uppbyggingu háhraðanets á skilgreindum stöðum, sem eru lögheimili með heilsársbúsetu og fyrirtæki með starfsemi allt árið þar sem háhraðanettengingar eru hvorki í boði né fyrirhugaðar á markaðslegum forsendum.

Tilboð voru opnuð í húsnæði Ríkiskaupa fyrr í dag. Lægsta tilboð Símans nam 379 milljónum króna en Síminn átti aðild að þremur tilboðum. Fram kemur í tilkynningu Símans að lægsta tilboð félagsins geri ráð fyrir að uppbyggingin taki 12 mánuði.

Gert er ráð fyrir að svokölluð þriðju kynslóðar tækni verði notuð við uppbygginguna. Það þýðir að á viðkomandi stöðum mun nást þriðju kynslóðar farsímasamband auk háhraðanets, verði samið við Símann á grundvelli tilboðsins.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×