Innlent

Útför frú Halldóru á vegum ríkisstjórnarinnar

Frú Halldóra Eldjárn.
Frú Halldóra Eldjárn.
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að útför frú Halldóru Eldjárn, fyrrverandi forsetafrúar, fari fram á vegum ríkisstjórnarinnar. Þetta var ákveðið í samráði við fjölskyldu frú Halldóru. Geir H. Haarde forsætisráðherra hefur sent fjölskyldu hennar samúðarkveðjur. Frú Halldóra lést í fyrradag, 85 ára að aldri. Hún giftist Kristjáni Eldjárn þjóðminjaverði 1947, en hann var kjörinn forseti Íslands árið 1968.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×