Innlent

Tvö hross drápust í Mosfellsbæ

Tvö hross drápust í hesthúsahverfnu í Mosfellsbæ í gærkvöldi og nótt, til viðbótar við það sem fannst dautt í haga á Kjalarnesi á sunnudag. Tæplega fjörutíu hross voru þar á útigangi og reyndust mörg illa haldin.

Talið er að bakteríusýking hafi orsakað bráð veikindi í hestunum, en veirusýking er þó ekki útilokuð. Sýni eru í rannsókn sem skera úr um það innan nokkurra daga.

Sex hesthús hafa verið einangruð og er umferð um þau takmörkuð. Hestaeigendum í Mosfellsbænum er ráðlagt að fresta því að taka inn hross sín þar til úr því fæst skorið hvað amar að hestunum.

Héraðsdýralæknir segir að hestum í öðrum hverfum sé engin hætta búin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×