Viðskipti innlent

Eigendur í sjóði Kaupþings fá 85 prósent greitt til baka

Viðskiptavinir gamla Kaupþings sem áttu fé í Peningamarkaðssjóði fá í dag endurgreitt úr sjóðnum og nemur greiðslan 85,3 prósentum af eignum sjóðsins.

Upphæðin verður lögð inn á vörslureikning þeirra sem áttu í sjóðnum og er vörslureikningurinn innlánsreikningur. Sjóðnum verður enn fremur slitið og gerist það 19. nóvember. Allir bankarnir þrír hafa því greitt úr peningamarkaðssjóðum sínum en Glitnir á þó eftir að leysa mál nokkurra þeirra.






Tengdar fréttir

Fá greitt 75,1% úr Skammtímasjóði Kaupþings

Hlutdeildarskírteinishafar í Kaupþingi Skammtímasjóði fá greitt úr sjóðnum í dag. Greiðslan nemur 75,1% af eignum sjóðsins miðað við 3. október 2008. Um heildargreiðslu er að ræða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×