Ódýrt dósaöl flæðir yfir Danmörku frá Þýskalandi 1. desember 2008 09:51 Ein af afleiðingum kreppunnar í Danmörku er að ódýrt dósaöl flæðir nú yfir landamæri landsins frá Þýskalandi. Hefur þetta komið verulega við kaunin á kaupmönnum í Danmörku sem krefjast nú aðgerða af hendi stjórnvalda. Samkvæmt frétt um málið í Börsen hefur aukningin í landamærasölunni gert það að verkum að salan á ölinu innanlands hefur minnkað um 13% á undanförnum mánuðum. Það eru einkum kaupmenn á Suður-Jótlandi, Fjóni og suðurhluta Sjálands sem verða fyrir barðinu á þessu. Samkvæmt lögum Evrópusambandsins getur hver einstaklingur nú tekið með sér löglega 36 kassa af dósaöli á hverjum degi yfir landamærin frá Þýskalandi til Danmerkur. Og þegar kassinn kostar nær þrefalt minna á tilboðum í stórmörkuðunum við landamærin en út úr búð í Kaupmannahöfn sést að eftir töluverðu getur verið að slægjast. Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Samstarf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ein af afleiðingum kreppunnar í Danmörku er að ódýrt dósaöl flæðir nú yfir landamæri landsins frá Þýskalandi. Hefur þetta komið verulega við kaunin á kaupmönnum í Danmörku sem krefjast nú aðgerða af hendi stjórnvalda. Samkvæmt frétt um málið í Börsen hefur aukningin í landamærasölunni gert það að verkum að salan á ölinu innanlands hefur minnkað um 13% á undanförnum mánuðum. Það eru einkum kaupmenn á Suður-Jótlandi, Fjóni og suðurhluta Sjálands sem verða fyrir barðinu á þessu. Samkvæmt lögum Evrópusambandsins getur hver einstaklingur nú tekið með sér löglega 36 kassa af dósaöli á hverjum degi yfir landamærin frá Þýskalandi til Danmerkur. Og þegar kassinn kostar nær þrefalt minna á tilboðum í stórmörkuðunum við landamærin en út úr búð í Kaupmannahöfn sést að eftir töluverðu getur verið að slægjast.
Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Samstarf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf