Vogunarsjóður tekur skortstöðu gegn Bretlandi 1. desember 2008 13:27 Hugh Hendry forstjóri vogunnarsjóðsins Ecletica Asset Management ætlar að taka skortstöðu gegn Bretlandi. Hendry ætlar að veðja á að það verði verðhjöðnun í Bretlandi, sem er andstæða verðbólgu, næstu 12 mánuði. Aðferðin sem Hendry notar við þessa skortstöðu er að kaupa ríkisskuldabréf frá tímum fyrri heimstryjaldarinnar. Slík bréf ganga enn kaupum og sölum nú 90 árum eftir að stríðunu lauk. Þau er ekki með ákveðinn gjalddaga og bera 3,5% fasta vexti. Sem stendur er verðbólgan í Bretlandi 4,5% en Hendry ætlar að veðja á að hún fari undir núllið innan 12 mánaða að því er segir á Bloomberg-fréttaveitunni. Sjóðurinn sem Hendry veitir forstöðu hagnaðist um 38% á fjármálagerningum sínum frá áramótum og er því í hópi þeirra vogunnarsjóða sem mest hafa hagnast í ár. Skuldabréfin sem Hendry ætlar að fjárfesta í bera gælunafnið "Jolly Long Bond". Þau voru gefin út af bresku stjórninni árið 1917, svona um það bil sem Bretar beittu skriðdrekum í fyrsta sinn í orrustunni um Cambrai. Upphaflega voru þau með 5% vöxtum sem Lloyd George þáverandi forsætisráðherra landsins kallaði glæpsamlega. Þeim var breytt í 3,5% árið 1932 og hafa haldið þeim vöxtum síðan. Ólíklegt er talið að breska stjórnin kalli þessi bréf inn eða gjaldfelli þau þar sem þá þyrfti stjórnin að greiða þau upp á pari. Sem stendur ganga þau á um 78 pens fyrir pundið. Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hugh Hendry forstjóri vogunnarsjóðsins Ecletica Asset Management ætlar að taka skortstöðu gegn Bretlandi. Hendry ætlar að veðja á að það verði verðhjöðnun í Bretlandi, sem er andstæða verðbólgu, næstu 12 mánuði. Aðferðin sem Hendry notar við þessa skortstöðu er að kaupa ríkisskuldabréf frá tímum fyrri heimstryjaldarinnar. Slík bréf ganga enn kaupum og sölum nú 90 árum eftir að stríðunu lauk. Þau er ekki með ákveðinn gjalddaga og bera 3,5% fasta vexti. Sem stendur er verðbólgan í Bretlandi 4,5% en Hendry ætlar að veðja á að hún fari undir núllið innan 12 mánaða að því er segir á Bloomberg-fréttaveitunni. Sjóðurinn sem Hendry veitir forstöðu hagnaðist um 38% á fjármálagerningum sínum frá áramótum og er því í hópi þeirra vogunnarsjóða sem mest hafa hagnast í ár. Skuldabréfin sem Hendry ætlar að fjárfesta í bera gælunafnið "Jolly Long Bond". Þau voru gefin út af bresku stjórninni árið 1917, svona um það bil sem Bretar beittu skriðdrekum í fyrsta sinn í orrustunni um Cambrai. Upphaflega voru þau með 5% vöxtum sem Lloyd George þáverandi forsætisráðherra landsins kallaði glæpsamlega. Þeim var breytt í 3,5% árið 1932 og hafa haldið þeim vöxtum síðan. Ólíklegt er talið að breska stjórnin kalli þessi bréf inn eða gjaldfelli þau þar sem þá þyrfti stjórnin að greiða þau upp á pari. Sem stendur ganga þau á um 78 pens fyrir pundið.
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira