Sviss finnur fyrir sama sársaukanum og Ísland 1. desember 2008 10:48 Sviss finnur fyrir sama sársaukanum og Ísland þessa daganna. Að vísu hefur þessi háborg fjármála heimsins ekki hrunið en tapið af bankastarfsemi landsins er gríðarlegt og fer versnandi. Svipað og Ísland er Sviss utan Evrópusambandsins og þjóðin mjög stolt af sjálfstæði sínu. En Svisslendingar velta því fyrir sér þessa dagana hvort þeir séu í rauninni ónæmir fyrir sömu örlögum og Íslendingar. Í umfjöllun um málið á Bloomberg-fréttveitunni kemur fram að þótt Sviss sé við betri heilsu en Ísland þessa daganna byggist efnahagslíf landsins að mestu á bankakerfi þess og vetraríþróttum. Og bankakerfið hefur ekki farið varhluta af fjármálakreppunni sem ríkir í heiminum þessa stundina. Markaðsvísitala Sviss hefur lækkað um 31% á árinu og sumir af bönkunum sem hafa heimilisfang við Bahnhofstrasse í Zurich hafa tapað ævintýralegum upphæðum. Nefna má að UBS AG, flaggskipið í bankaflota Sviss, tapaði mestu allra banka í Evrópu á þessu ári. Seðlabanki Sviss neyddist til að aðstoða UBS með lánum og fyrirgreiðslu að stærðargráðunni yfir 8.000 milljarða kr. Margir svissneskir bankamenn og fjölskyldur bregðast við þessu með því að flytja á brott. Bloomberg greinir frá einum slíkum, Michale Baer, afkomenda þekktustu bankafjölskyldu landsins. Baer tók sig til og flutti sína eigin bankastarfsemi alfarið til Dubai árið 2006. Efnahagslíf Íslands mun skreppa saman um 10% á næsta ári sökum hruns bankakerfisins og afleiðingum þess. OECD reiknar með að efnahagur Sviss minnki um 0,2% á sama tíma. Það er kannski ekki mikill samdráttur m.v. það sem er að gerast í heiminum. En fyrir Svisslendingar sem ekki eru vanir öðru en stöðugum, en þó hægum hagvexti, eru þetta ekki góðar fréttir. Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Sviss finnur fyrir sama sársaukanum og Ísland þessa daganna. Að vísu hefur þessi háborg fjármála heimsins ekki hrunið en tapið af bankastarfsemi landsins er gríðarlegt og fer versnandi. Svipað og Ísland er Sviss utan Evrópusambandsins og þjóðin mjög stolt af sjálfstæði sínu. En Svisslendingar velta því fyrir sér þessa dagana hvort þeir séu í rauninni ónæmir fyrir sömu örlögum og Íslendingar. Í umfjöllun um málið á Bloomberg-fréttveitunni kemur fram að þótt Sviss sé við betri heilsu en Ísland þessa daganna byggist efnahagslíf landsins að mestu á bankakerfi þess og vetraríþróttum. Og bankakerfið hefur ekki farið varhluta af fjármálakreppunni sem ríkir í heiminum þessa stundina. Markaðsvísitala Sviss hefur lækkað um 31% á árinu og sumir af bönkunum sem hafa heimilisfang við Bahnhofstrasse í Zurich hafa tapað ævintýralegum upphæðum. Nefna má að UBS AG, flaggskipið í bankaflota Sviss, tapaði mestu allra banka í Evrópu á þessu ári. Seðlabanki Sviss neyddist til að aðstoða UBS með lánum og fyrirgreiðslu að stærðargráðunni yfir 8.000 milljarða kr. Margir svissneskir bankamenn og fjölskyldur bregðast við þessu með því að flytja á brott. Bloomberg greinir frá einum slíkum, Michale Baer, afkomenda þekktustu bankafjölskyldu landsins. Baer tók sig til og flutti sína eigin bankastarfsemi alfarið til Dubai árið 2006. Efnahagslíf Íslands mun skreppa saman um 10% á næsta ári sökum hruns bankakerfisins og afleiðingum þess. OECD reiknar með að efnahagur Sviss minnki um 0,2% á sama tíma. Það er kannski ekki mikill samdráttur m.v. það sem er að gerast í heiminum. En fyrir Svisslendingar sem ekki eru vanir öðru en stöðugum, en þó hægum hagvexti, eru þetta ekki góðar fréttir.
Mest lesið Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira