Hindruðu sölu samheitalyfja 1. desember 2008 02:00 Yfir 500 milljarðar sagðir hafðir af evrópskum lyfjakaupendum að óþörfu á árunum 2000-2007. Lyfjakaupendur í Evrópu þurftu að greiða um þremur milljörðum evra, andvirði yfir 500 milljarða króna, meira fyrir lyf á árabilinu 2000-2007 vegna þess að lyfjafyrirtæki stóðu vísvitandi í vegi fyrir sölu ódýrari samheitalyfja. Að þessari niðurstöðu hafa samkeppnisyfirvöld ESB komist. Niðurstöður rannsóknar sem samkeppniseftirlit ESB gerði hjá lyfjarisum - þar á meðal Pfizer, GlaxoSmithKline og Sanofi-Aventis – sýna að fyrirtækin hindruðu eða töfðu fyrir markaðssetningu samheitalyfja til að þau töpuðu ekki tekjum af arðbærari lyfjum, að því er greint var frá á blaðamannafundi í Brussel. Lyfjafyrirtækin beittu dýrum lagaklækjum og öðrum brögðum til að tefja fyrir því að samheitalyfjafyrirtæki gætu tekið til við að framleiða samheitalyf þegar einkaleyfi voru útrunnin. Neelie Kroes, sem fer með samkeppnismál í framkvæmdastjórn ESB, sagðist vonast til að lyfjafyrirtækin breyttu um hætti. „Þetta skiptir miklu því að meiri nýbreytni og hagkvæmari lyf þýðir betra líf og sparnað fyrir sjúklinga – og opinbera sjóði.“ Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Lyfjakaupendur í Evrópu þurftu að greiða um þremur milljörðum evra, andvirði yfir 500 milljarða króna, meira fyrir lyf á árabilinu 2000-2007 vegna þess að lyfjafyrirtæki stóðu vísvitandi í vegi fyrir sölu ódýrari samheitalyfja. Að þessari niðurstöðu hafa samkeppnisyfirvöld ESB komist. Niðurstöður rannsóknar sem samkeppniseftirlit ESB gerði hjá lyfjarisum - þar á meðal Pfizer, GlaxoSmithKline og Sanofi-Aventis – sýna að fyrirtækin hindruðu eða töfðu fyrir markaðssetningu samheitalyfja til að þau töpuðu ekki tekjum af arðbærari lyfjum, að því er greint var frá á blaðamannafundi í Brussel. Lyfjafyrirtækin beittu dýrum lagaklækjum og öðrum brögðum til að tefja fyrir því að samheitalyfjafyrirtæki gætu tekið til við að framleiða samheitalyf þegar einkaleyfi voru útrunnin. Neelie Kroes, sem fer með samkeppnismál í framkvæmdastjórn ESB, sagðist vonast til að lyfjafyrirtækin breyttu um hætti. „Þetta skiptir miklu því að meiri nýbreytni og hagkvæmari lyf þýðir betra líf og sparnað fyrir sjúklinga – og opinbera sjóði.“
Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira