Viðskipti innlent

Eignamiðlun opnar makaskiptavef

„Þetta hefur verið gert í gegnum tíðina, en er kannski algengara þegar það er tregari sala," segir Magnea Sverrisdóttir fasteignasali hjá Eignamiðlun.

Eignamiðlun hefur opnað vefinn Skiptu.is þar sem fólk í fasteignahugleiðingum getur skipt á eignum.

Svokölluðum makaskiptasamningum fjölgar oft þegar harðnar á dalnum í efnahagslífinu. Magnea segir töluvert um þá nú, og fólk sé jafnvel að bjóða bíla og sumarbústaði upp í fasteignir. „Fólk er hræddara við að kaupa án þess að vera búið að selja," segir Magnea. Vefinn segir hún hugsaðann sem aukna þjónustu, þar sem þær eignir þar sem skipti koma til greina séu allar á einum stað.

Hún bætir við að lítið hafi verið um makaskiptasamninga undanfarin ár, enda hafi fasteignir rokið út, og fólk því ekki þurft að óttast að sitja uppi með eignir sem það getur ekki selt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×