Dæmdir fyrir tugmilljarðasvik sýndarfyrirtækis Atli Steinn Guðmundsson skrifar 6. júní 2008 11:24 MYND/AP Málmiðnaðarjöfurinn Viren Rastogi hlaut í morgun níu og hálfs árs fangelsisdóm fyrir fjársvik sem nema um 500 milljónum punda, jafnvirði 75 milljarða króna. Rastogi, sem er einn af ríkustu mönnum Lundúna og var eitt sinn meðal tíu ríkustu Breta af asískum uppruna, sveik peningana út úr breskum bönkum auk Westdeutsche Landesbank og fleiri banka víða um heim. Ásamt Rastogi voru dæmdir Anand Jain og Gautam Majumdar, samstjórnendur hans í málmiðnaðarfyrirtækinu RBG Resources and Allied Deals, og hlutu þeir átta og hálfs og sjö og hálfs árs dóma. Svik RBG voru mjög umfangsmikil en um tíma leit út fyrir að starfsemi fyrirtækisins væri mun víðfeðmari en í raun var og stórir viðskiptavinir þess um allan heim skiptu hundruðum. Raunar voru fæstir þeirra þó til. Í skjóli þessa fengu Rastogi og félagar hans milljarðafyrirgreiðslur í fjölda banka en svikamyllan hrundi síðla árs 2001 þegar einn svikaranna símsendi fyrir mistök fjölda falsaðra bréfa til endurskoðunarfyrirtækisins PricewaterhouseCoopers sem annaðist endurskoðun RBG. PricewaterhouseCoopers sögðu þegar upp samstarfinu við RBG og sendu bresku kauphöllinni tilkynningu um málið. Hófst þá umfangsmikil rannsókn sem lauk með sakfellingunni í morgun. Mest lesið Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Málmiðnaðarjöfurinn Viren Rastogi hlaut í morgun níu og hálfs árs fangelsisdóm fyrir fjársvik sem nema um 500 milljónum punda, jafnvirði 75 milljarða króna. Rastogi, sem er einn af ríkustu mönnum Lundúna og var eitt sinn meðal tíu ríkustu Breta af asískum uppruna, sveik peningana út úr breskum bönkum auk Westdeutsche Landesbank og fleiri banka víða um heim. Ásamt Rastogi voru dæmdir Anand Jain og Gautam Majumdar, samstjórnendur hans í málmiðnaðarfyrirtækinu RBG Resources and Allied Deals, og hlutu þeir átta og hálfs og sjö og hálfs árs dóma. Svik RBG voru mjög umfangsmikil en um tíma leit út fyrir að starfsemi fyrirtækisins væri mun víðfeðmari en í raun var og stórir viðskiptavinir þess um allan heim skiptu hundruðum. Raunar voru fæstir þeirra þó til. Í skjóli þessa fengu Rastogi og félagar hans milljarðafyrirgreiðslur í fjölda banka en svikamyllan hrundi síðla árs 2001 þegar einn svikaranna símsendi fyrir mistök fjölda falsaðra bréfa til endurskoðunarfyrirtækisins PricewaterhouseCoopers sem annaðist endurskoðun RBG. PricewaterhouseCoopers sögðu þegar upp samstarfinu við RBG og sendu bresku kauphöllinni tilkynningu um málið. Hófst þá umfangsmikil rannsókn sem lauk með sakfellingunni í morgun.
Mest lesið Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Neytendur Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur