Glitnir og Byr staðfesta samrunaviðræður 22. september 2008 08:45 Glitnir banki og Byr sparisjóður hf. hafa staðfest með formlegri tilkynningu til Kauphallarinnar að félögin hafi ákveðið að hefja samrunaviðræður. Í því felst einnig að stjórnir félaganna hafa skuldbundið sig til að ræða ekki við aðra aðila um samstarf eða sameiningar á meðan viðræður standa yfir. Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir eins fljótt og auðið er eins og segir í tilkynningunni.Þar er einnig haft eftir Lárusi Welding, forstjóra Glitnis, að bæði félög séu sterk fjármálafyrirtæki með traust eiginfjárhlutfall. „Náist niðurstaða sem báðum er að skapi, er lagður grunnur að enn sterkara fyrirtæki sem er vel í stakk búið til að athafna sig í því árferði sem nú ríkir á markaði. Sameinað fyrirtæki ætti einnig mikil sóknarfæri þegar markaðir komast aftur í eðlilegt horf. Við förum í þessa vinnu af krafti og könnum þennan kost til hlítar eins hratt og auðið er," segir Lárus.Ragnar Z. Guðjónsson, sparisjóðsstjóri Byrs Sparisjóðs, segir að Byr standi sterkt þrátt fyrir ágjöf síðustu mánaða. Stjórn félagsins hafi skoðað vandlega þá kosti sem séu í stöðunni og telji að styrkur Byrs verður best nýttur í samstarfi við öflugt fyrirtæki á íslenskum og alþjóðlegum fjármálamörkuðum. „Við höfum því ákveðið að ganga til viðræðna við stjórn Glitnis á þeim forsendum. Eignasöfn beggja fyrirtækja eru góð og félögin eru með sterkan eiginfjárgrunn. Það er því áhugavert fyrir okkur að skoða þennan möguleika ofan í kjölinn," segir Ragnar.Neitaði samruna fyrir tveimur og hálfum mánuðiRúmur tveir og hálfur mánuður er frá því að Vísir greindi fyrst frá því að Glitnir og Byr hygðust sameinast, nánar tiltekið 3. júlí. Þá kom fram að það eina sem stæði í vegi fyrir samrunann væri að breyta Byr í hlutafélag. Það hefur nú verið gert.Þann dag sendi Byr frá sér tilkynningu um að til stæði að kanna kosti hlutafélagavæðingar. Enn fremur sagði í tilkynningunni: „Í skjóli þessa brýna undirbúningsstarfs, virðast hafa sprottið upp fjölmiðlafregnir um fyrirhugaðan samruna Byrs við aðrar fjármálastofnanir. Slíkar fregnir eiga ekki við nein rök að styðjast og harmar stjórn Byrs þessa þróun mála." Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Glitnir banki og Byr sparisjóður hf. hafa staðfest með formlegri tilkynningu til Kauphallarinnar að félögin hafi ákveðið að hefja samrunaviðræður. Í því felst einnig að stjórnir félaganna hafa skuldbundið sig til að ræða ekki við aðra aðila um samstarf eða sameiningar á meðan viðræður standa yfir. Stefnt er að því að niðurstaða liggi fyrir eins fljótt og auðið er eins og segir í tilkynningunni.Þar er einnig haft eftir Lárusi Welding, forstjóra Glitnis, að bæði félög séu sterk fjármálafyrirtæki með traust eiginfjárhlutfall. „Náist niðurstaða sem báðum er að skapi, er lagður grunnur að enn sterkara fyrirtæki sem er vel í stakk búið til að athafna sig í því árferði sem nú ríkir á markaði. Sameinað fyrirtæki ætti einnig mikil sóknarfæri þegar markaðir komast aftur í eðlilegt horf. Við förum í þessa vinnu af krafti og könnum þennan kost til hlítar eins hratt og auðið er," segir Lárus.Ragnar Z. Guðjónsson, sparisjóðsstjóri Byrs Sparisjóðs, segir að Byr standi sterkt þrátt fyrir ágjöf síðustu mánaða. Stjórn félagsins hafi skoðað vandlega þá kosti sem séu í stöðunni og telji að styrkur Byrs verður best nýttur í samstarfi við öflugt fyrirtæki á íslenskum og alþjóðlegum fjármálamörkuðum. „Við höfum því ákveðið að ganga til viðræðna við stjórn Glitnis á þeim forsendum. Eignasöfn beggja fyrirtækja eru góð og félögin eru með sterkan eiginfjárgrunn. Það er því áhugavert fyrir okkur að skoða þennan möguleika ofan í kjölinn," segir Ragnar.Neitaði samruna fyrir tveimur og hálfum mánuðiRúmur tveir og hálfur mánuður er frá því að Vísir greindi fyrst frá því að Glitnir og Byr hygðust sameinast, nánar tiltekið 3. júlí. Þá kom fram að það eina sem stæði í vegi fyrir samrunann væri að breyta Byr í hlutafélag. Það hefur nú verið gert.Þann dag sendi Byr frá sér tilkynningu um að til stæði að kanna kosti hlutafélagavæðingar. Enn fremur sagði í tilkynningunni: „Í skjóli þessa brýna undirbúningsstarfs, virðast hafa sprottið upp fjölmiðlafregnir um fyrirhugaðan samruna Byrs við aðrar fjármálastofnanir. Slíkar fregnir eiga ekki við nein rök að styðjast og harmar stjórn Byrs þessa þróun mála."
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira