Viðskipti erlent

Citigroup tilkynnir annað risatap sitt á skömmum tíma

Citigroup tilkynnti um annað risatap sitt á skömmum tíma. Samkvæmt uppgjöri bankans fyrir fyrsta ársfjórðung nam tapið rúmlega 5 milljörðum dollara eða um 400 milljarða kr.

Þetta kemur í framhaldi af því að bankinn tilkynnti um tæplega 10 milljarða dollara tap á síðasta ársfjórðung ársins í fyrra.

Inn í þessum tölum eru afskriftir vegna svokallaðara undirmálslána á fasteignamarkaðinúm í Bandaríkjunum upp á um 6 milljarða dollara auk annarra slæmra fjárfestinga bankans á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×