Aðgerðir til að örva efnahagslífið ótímabærar 11. september 2008 11:07 Davíð Oddsson Seðlabankastjóri Seðlabankinn telur ótímabært að ríkisvaldið fari í sérstakar aðgerðir til þess að örva efnahagslífið. Þetta kom fram í máli Davíðs Oddssonar Seðlabankastjóra, þegar bankinn kynnti stefnuyfirlýsinguna sína í dag. Bankastjórnin ákvað í morgun að stýrivextir bankans skuli vera óbreyttir, 15,5%. „Aðgerðir til þess að örva efnahagslífið nú, hvort heldur með minna aðhaldi í peninga- eða ríkisfjármálum, eru ótímabærar. Þær myndu tefja óhjákvæmilega aðlögun þjóðarbúskaparins að jafnvægi, veikja gengi krónunnar og stuðla að meiri verðbólgu og hærri verðbólguvæntingum. Að endingu leiðir slík stefna einnig til meiri samdráttar í þjóðarbúskapnum. Hún veikir jafnframt efnahag skuldsettra heimila og fyrirtækja og grefur undan fjármálalegum stöðugleika. Mikilvægt er að ríkisfjármálastefnan vinni með peningamálastefnunni að því að draga úr verðbólgu og stuðla að innra og ytra jafnvægi í þjóðarbúskapnum," segir í stefnuyfirlýsingu Seðlabankans.Hjöðnun verðbólgu gæti orðið hægari en gert var ráð fyrir Seðlabankinn segir að vísbendingar séu misvísandi um þessar mundir. Verðbólga hafi aukist verulega í kjölfar gengislækkunar krónunnar á fyrstu mánuðum ársins. Hún hafi verið nokkru meiri að undanförnu en síðasta spá Seðlabankans hafi gert ráð fyrir. Enn standi líkur til þess að verðbólga sé nærri hámarki um þessar mundir og muni taka að hjaðna hratt á næsta ári. Gengi krónunnar sé lægra en spár ætluðu í júlí og raungengi krónunnar sé sögulega lágt. Þá sýni nýjar tölur meiri hagvöxt en reiknað hafi verið með. Því gæti hjöðnun verðbólgu orðið eitthvað hægari en gert hafi verið ráð fyrir í júlí. Aukin verðbólga og verðbólguvæntingar feli jafnframt í sér að raunstýrivextir hafi lækkað á undanförnum mánuðum. Á móti komi að væntingavísitölur hafi lækkað verulega, aðgengi að lánsfé hafi þrengst og hækkuð vaxtaálög leggist við aðhald peningastefnunnar. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Seðlabankinn telur ótímabært að ríkisvaldið fari í sérstakar aðgerðir til þess að örva efnahagslífið. Þetta kom fram í máli Davíðs Oddssonar Seðlabankastjóra, þegar bankinn kynnti stefnuyfirlýsinguna sína í dag. Bankastjórnin ákvað í morgun að stýrivextir bankans skuli vera óbreyttir, 15,5%. „Aðgerðir til þess að örva efnahagslífið nú, hvort heldur með minna aðhaldi í peninga- eða ríkisfjármálum, eru ótímabærar. Þær myndu tefja óhjákvæmilega aðlögun þjóðarbúskaparins að jafnvægi, veikja gengi krónunnar og stuðla að meiri verðbólgu og hærri verðbólguvæntingum. Að endingu leiðir slík stefna einnig til meiri samdráttar í þjóðarbúskapnum. Hún veikir jafnframt efnahag skuldsettra heimila og fyrirtækja og grefur undan fjármálalegum stöðugleika. Mikilvægt er að ríkisfjármálastefnan vinni með peningamálastefnunni að því að draga úr verðbólgu og stuðla að innra og ytra jafnvægi í þjóðarbúskapnum," segir í stefnuyfirlýsingu Seðlabankans.Hjöðnun verðbólgu gæti orðið hægari en gert var ráð fyrir Seðlabankinn segir að vísbendingar séu misvísandi um þessar mundir. Verðbólga hafi aukist verulega í kjölfar gengislækkunar krónunnar á fyrstu mánuðum ársins. Hún hafi verið nokkru meiri að undanförnu en síðasta spá Seðlabankans hafi gert ráð fyrir. Enn standi líkur til þess að verðbólga sé nærri hámarki um þessar mundir og muni taka að hjaðna hratt á næsta ári. Gengi krónunnar sé lægra en spár ætluðu í júlí og raungengi krónunnar sé sögulega lágt. Þá sýni nýjar tölur meiri hagvöxt en reiknað hafi verið með. Því gæti hjöðnun verðbólgu orðið eitthvað hægari en gert hafi verið ráð fyrir í júlí. Aukin verðbólga og verðbólguvæntingar feli jafnframt í sér að raunstýrivextir hafi lækkað á undanförnum mánuðum. Á móti komi að væntingavísitölur hafi lækkað verulega, aðgengi að lánsfé hafi þrengst og hækkuð vaxtaálög leggist við aðhald peningastefnunnar.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira