Vogunarsjóður tekur skortstöðu gegn Bretlandi 1. desember 2008 13:27 Hugh Hendry forstjóri vogunnarsjóðsins Ecletica Asset Management ætlar að taka skortstöðu gegn Bretlandi. Hendry ætlar að veðja á að það verði verðhjöðnun í Bretlandi, sem er andstæða verðbólgu, næstu 12 mánuði. Aðferðin sem Hendry notar við þessa skortstöðu er að kaupa ríkisskuldabréf frá tímum fyrri heimstryjaldarinnar. Slík bréf ganga enn kaupum og sölum nú 90 árum eftir að stríðunu lauk. Þau er ekki með ákveðinn gjalddaga og bera 3,5% fasta vexti. Sem stendur er verðbólgan í Bretlandi 4,5% en Hendry ætlar að veðja á að hún fari undir núllið innan 12 mánaða að því er segir á Bloomberg-fréttaveitunni. Sjóðurinn sem Hendry veitir forstöðu hagnaðist um 38% á fjármálagerningum sínum frá áramótum og er því í hópi þeirra vogunnarsjóða sem mest hafa hagnast í ár. Skuldabréfin sem Hendry ætlar að fjárfesta í bera gælunafnið "Jolly Long Bond". Þau voru gefin út af bresku stjórninni árið 1917, svona um það bil sem Bretar beittu skriðdrekum í fyrsta sinn í orrustunni um Cambrai. Upphaflega voru þau með 5% vöxtum sem Lloyd George þáverandi forsætisráðherra landsins kallaði glæpsamlega. Þeim var breytt í 3,5% árið 1932 og hafa haldið þeim vöxtum síðan. Ólíklegt er talið að breska stjórnin kalli þessi bréf inn eða gjaldfelli þau þar sem þá þyrfti stjórnin að greiða þau upp á pari. Sem stendur ganga þau á um 78 pens fyrir pundið. Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hugh Hendry forstjóri vogunnarsjóðsins Ecletica Asset Management ætlar að taka skortstöðu gegn Bretlandi. Hendry ætlar að veðja á að það verði verðhjöðnun í Bretlandi, sem er andstæða verðbólgu, næstu 12 mánuði. Aðferðin sem Hendry notar við þessa skortstöðu er að kaupa ríkisskuldabréf frá tímum fyrri heimstryjaldarinnar. Slík bréf ganga enn kaupum og sölum nú 90 árum eftir að stríðunu lauk. Þau er ekki með ákveðinn gjalddaga og bera 3,5% fasta vexti. Sem stendur er verðbólgan í Bretlandi 4,5% en Hendry ætlar að veðja á að hún fari undir núllið innan 12 mánaða að því er segir á Bloomberg-fréttaveitunni. Sjóðurinn sem Hendry veitir forstöðu hagnaðist um 38% á fjármálagerningum sínum frá áramótum og er því í hópi þeirra vogunnarsjóða sem mest hafa hagnast í ár. Skuldabréfin sem Hendry ætlar að fjárfesta í bera gælunafnið "Jolly Long Bond". Þau voru gefin út af bresku stjórninni árið 1917, svona um það bil sem Bretar beittu skriðdrekum í fyrsta sinn í orrustunni um Cambrai. Upphaflega voru þau með 5% vöxtum sem Lloyd George þáverandi forsætisráðherra landsins kallaði glæpsamlega. Þeim var breytt í 3,5% árið 1932 og hafa haldið þeim vöxtum síðan. Ólíklegt er talið að breska stjórnin kalli þessi bréf inn eða gjaldfelli þau þar sem þá þyrfti stjórnin að greiða þau upp á pari. Sem stendur ganga þau á um 78 pens fyrir pundið.
Mest lesið Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Viðskipti innlent Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Viðskipti innlent Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Viðskipti innlent Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri í góðri æfingu með brandara og hrekki Atvinnulíf Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf