Viðskipti innlent

Fjarstæða að ríkið sé að eignast verslanir Baugs

Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs.
Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs.

Engari viðræður eru í gangi um að íslenska ríkið komi til með að eignast hluti Baugs í nokkrum af þekktustu verslunarkeðjum Bretlands. Þetta segir Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs, í samtali við Vísi.

Breska blaðið Financial Times greinir frá því í dag að þetta standi til og að áformað sé að breyta skuldum Baugs við ríkisbankana í hlutafé í eigu ríkisins. Gunnar bendir hins vegar á að skuldir Baugs séu við gömlu bankana sem séu ekki í ríkiseigu heldur í eigu kröfuhafa og gömlu eigendanna.

„Það er algjör fjarstæða að verið sé að ræða um það að íslenska ríkið sé að fara að eignast hlut í þessum félögum," segir Gunnar.

„Skuldir Baugs eru við gömlu bankana sem eru ekki í eigu ríkisins heldur kröfuhafa og gömlu eigendanna. Við erum að vinna að endurskipulagningu á Baugi með bönkunum og það gengur út á að búa til vettvang þar sem hægt er að hámarka virði eignasafn Baugs sem mun þá tryggja að bankarnir þurfa ekki að afskrifa neinar skuldir," segir Gunnar Sigurðsson, forstjóri Baugs.




Tengdar fréttir

Skuldum Baugs við bankana hugsanlega breytt í hlutafé

Financial Times greinir frá því á vefsíðu sinni að íslenska ríkið íhugi nú að leysa til sín eignarhluti Baugs í nokkrum af þekktustu verslanakeðjum Bretlands, eins og House of Fraser og Hamleys. Samkvæmt fréttinni yrði skuldum Baugs við gömlu bankana þrjá breytt í hlutafé í eigu íslenska ríkisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×