Erlent

Fjórir féllu og fimmtán særðust í Bagdad

Tvær sprengjur sprungu með stuttu millibili í Bagdad í morgun. Fjórir létust en fimmtán særðust.

Sprengjurnar sprungu í Nahsa hverfi Bagdadborgar. Þeirri fyrstu var beint að lögreglumönnum sem voru við eftirlit í hverfinu. Eftir að hún sprakk flykktist fólk að til að huga að hinum særðu. Þá var síðari sprengjan sprengd í miðri mannþrönginni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×