Erlent

Farþegaflugvél hrapaði í Kyrgistan - 25 lifðu af

Farþegavél með um 90 farþega innanborðs hrapaði til jarðar og brotlenti skömmu eftir að vélin hóf sig á loft frá Manas flugvelli í dag. Samkvæmt fyrstu fréttum lifðu 25 af.

Flugvélin, sem var af gerðinni, Boeing-737, var sem fyrr segir nýtekin á loft þegar áhöfn hennar tilkynnti um vérlarbilun. Flugmenn reyndu að snúa henni við en vélin missti flugið hratt og hrapaði til jarðar.

Flugvélin er í eigu Itek-Air sem er flugfélag í Kyrgistan.

Vélin var á leið til Íran þegar hún hrapaði í dag. Ónákvæmar fréttir berast af björgunarstarfi en svo virðist sem 25 hafi lifað af en aðrir farþegar hafi farist í slysinu.

Fyrstu fréttir hermdu að 123 farþegar hafi verið um borð í vélinni en Reuters hefur nú fengið það staðfest að farþegar hafi verið 90.

Allt tiltækt björgunarlið og slökkvilið er á svæðinu.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×