Erlent

Tíu er saknað eftir snjóflóð í Ölpunum

Átta eru slasaðir og tíu er saknað eftir að snjóflóð féll úr hlíðum Mont Blanc í dag. Snjóflóðið hreif með sér hóp af fjallgöngumönnum sem voru að klífa fjallið Frakklandsmeginn.

Verið er að huga að þeim slösuðu á sjúkrahúsi í bænum Chamonix. Þeir sem saknað er voru allir bundir saman við öryggisreipi. Ítölsk og frönsk björgunarteymi leita þeirra nú.

Mont Blanc er hæsti tindur Alpafjalla. Tindurinn er á landamærum Frakklands og Ítalíu.

 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×