Alonso: Hamilton er í góðri stöðu 2. nóvember 2008 00:58 Fernando hefur tvívegis tryggt sér meistaratitilinn í Formúlu 1 í Brasilíu. mynd: kappakstur.is Fernando Alonso er tvöfaldur meistari og þekkir meistarabaráttuna í lokamótinu vel . Hann varð meistari 2005 og 2006 í Brasilíu. Hann hefur gefið það út að hann vilji sjá Felipe Massa sem meistari eftir mótið á morgun og hann ræsir fyrir aftan Lewis Hamilton og við hlið Heikki Kovalainen. “Ég verð að ná góðu starti, það er lykilinn að árangri í þessu móti. Ég held að Hamilton sé í góðri stöðu hvað titilslaginn varðar. Fjórða sætið er góður staður og ætti að vera möguleiki fyrir hann að klára í einu af fimm efstu sætunum eins og hann þarf að gera til að verða meistari”, sagði Alonso. “Ef ég næ ekki góðri ræsingu þá á ég litla möguleika á að ógna þeim sem eru fyrir framan. Ég þarf að verjast Sebastian Vettel og þeim sem eru fyrir aftan mig. Ég geri ekki ráð fyrir að geta ógnað Ferrari eða McLaren, ef ég er raunsær. Ég mun setja stefnuna á að skáka Jarno Trulli í öðru sætinu þegar líður á keppnina. Ef það rignir, þá getur allt gerst í þessari keppni”, sagði Alonso. Bein útsending frá kappakstrinum í Brasílu hefst kl. 16.00 á Stöð 2 Sport og verður í opinni dagskrá. Sjá brautarlýsingu og tölfræði. Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Fernando Alonso er tvöfaldur meistari og þekkir meistarabaráttuna í lokamótinu vel . Hann varð meistari 2005 og 2006 í Brasilíu. Hann hefur gefið það út að hann vilji sjá Felipe Massa sem meistari eftir mótið á morgun og hann ræsir fyrir aftan Lewis Hamilton og við hlið Heikki Kovalainen. “Ég verð að ná góðu starti, það er lykilinn að árangri í þessu móti. Ég held að Hamilton sé í góðri stöðu hvað titilslaginn varðar. Fjórða sætið er góður staður og ætti að vera möguleiki fyrir hann að klára í einu af fimm efstu sætunum eins og hann þarf að gera til að verða meistari”, sagði Alonso. “Ef ég næ ekki góðri ræsingu þá á ég litla möguleika á að ógna þeim sem eru fyrir framan. Ég þarf að verjast Sebastian Vettel og þeim sem eru fyrir aftan mig. Ég geri ekki ráð fyrir að geta ógnað Ferrari eða McLaren, ef ég er raunsær. Ég mun setja stefnuna á að skáka Jarno Trulli í öðru sætinu þegar líður á keppnina. Ef það rignir, þá getur allt gerst í þessari keppni”, sagði Alonso. Bein útsending frá kappakstrinum í Brasílu hefst kl. 16.00 á Stöð 2 Sport og verður í opinni dagskrá. Sjá brautarlýsingu og tölfræði.
Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira