Viðskipti erlent

Stjórnarformaður Danmarks Radio rekinn eftir byggingahneyksli

Frá Danmörku.
Frá Danmörku.

Stjórnarformaður Danmarks Radio, Mogens Munk Rasmussen, var í dag rekinn eftir svarta skýrslu um uppbyggingu á nýjum höfuðstöðvum útvarpsins.

Fram kemur á vef Jótlandspóstsins að í úttekt á byggingunni sé hann sagður bera höfuðábyrgð á því að kostnaðurinn fór langt fram úr áætlunum. Upphaflegar áætlanir gerður ráð fyrir að nýjar höfuðstöðvar í Örestad myndu kosta um 35 milljarða króna en þær reyndust um 20 milljörðum króna dýrari.

Þessi mistök urðu meðal til þess að Danmarks Radio þurfti að segja upp fjölda starfsmanna til þess að spara í rekstri. Tveir aðrir menn í stjórn danska úrvarpsins hafa þegar sagt af sér vegna málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×