Erlent

DNA rannsóknir þarf til að bera kennsl á fórnarlömbin

MYND/AP

Grípa þarf til DNA rannsókna til þess að bera kennsl á stóran hluta þeirra sem fórust með þotu Spanair á Madrídarflugvelli á miðvikudaginn var, að sögn spænskra stjórnvalda. 153 létust í slysinu sem er það mannskæðasta á Spáni í 25 ár.

Minningarathafnir voru haldnar í gær í Madríd til að minnast þeirra sem létust. Á meðal þeirra látnu eru 20 börn og tvö ungabörn. Að sögn þeirra sem koma að rannsókninni gætu liðið vikur og jafnvel mánuðir áður en hægt verður að segja með vissu hvað olli slysinu.

Flugfélagið, sem er í eigu SAS, hefur sætt gagnrýni í kjölfar slyssins en enn hefur ekkert komið fram sem bendir til handvammar af hálfu félagsins.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×