Erlent

Clinton vinnur með Obama

SHA skrifar
Hillary Clinton og Barack Obama.
Hillary Clinton og Barack Obama.

Hillary Clinton mun í næstu viku styðja við baráttu Barack Obama, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins í Bandaríkjunum, á sérstökum kosningafundi. Engar nánari upplýsingar hafa verið gefnar um fundinn. Frá þessu skýrir Reuters-fréttastofan.

Clinton játaði sig sigraða fyrir Obama þann 7. júní síðastliðinn en hafði þá barist um forsetaframbjóðandastöðuna í vel á annað ár. Fundurinn, sem fram fer föstudaginn eftir viku, verður sá fyrsti sem Clinton kemur fram með Obama eftir sigur þess síðarnefnda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×