Viðskipti erlent

Kauphöll breytir viðmiðum fyrir viðskiptarofa

Viðmiðum fyrir viðskiptarofa í kauphöllinni hefur frá og með 2. desember 2008 verið breytt úr 10% í 15% fyrir hlutabréf félaga sem flokkast undir smáhluti og hluti sem lítill seljanleiki er með.

Í tilkynningu um málið segir að hlutabréf flokkast sem smáhlutir sé viðskiptaverð í NASDAQ OMX Iceland og First North Iceland undir 5 ISK/DKK á hvern hlut.

Önnur viðmið eru óbreytt. Kauphöllin áskilur sér rétt til þess að breyta viðmiðum án fyrirvara og innan dags, þyki ástæða til.

Hér má bæta við að viðskiptarofa, það er stöðvun viðskipta með ákveðin hlutabréf eða markaðinn í heild, er beitt ef sveiflan innan ákveðinna tímamarka verður of mikil svo stjórnendum kauphallarinnar gefist kostur á að annaðhvort róa markaðinn eða kanna hvað liggi að baki sveiflunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×