Pundið að nálgast evruna 29. desember 2008 14:45 Breska sterlingspundið hefur aldrei verið lægra gagnvart evrunni en slæmar efnahagshorfur á Englandi hafa að undanförnu sett aukinn þrýsting á gjaldmiðilinn. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, en eitt pund er nú á við 1,029 evrur og stefnir í að gjalmiðlarnir verði jafnverðmiklir á næstu dögum haldi þróunin áfram. Í endaðan október fengust 1,287 evrur fyrir eitt pund en síðan þá hefur sigið á ógæfuhliðina. Fyrir ári síðan dugði eitt pund fyrir einni og hálfri evru og á hátindi ferils síns árið 2000 var pundið 1,7 evra virði. Að sögn BBC eru tveir undirliggjandi þættir sem eiga sök á því að pundið veikist með degi hverjum. Í fyrsta lagi eru stýrivextir lægri í Bretlandi og því eru fjárfestar heitari fyrir evrunni en pundinu. Sérfræðingar búast við því að kreppan verði dýpri í Bretlandi heldur en almennt á evrusvæðinu sem gæti leitt af sér að Englandsbanki verði að lækka stýrivextina enn meira en í dag eru þeir tvö prósent. Í Evrópu eru stýrivextirnir hins vegar tvö og hálft prósent og hefur Seðlabanki Evrópu gefið það til kynna að vaxtahækkun sé ólíkleg á næsta ári. Í öðru lagi hefur verslun yfir jólahátíðina verið með minnsta móti í Bretlandi þetta árið sem boðar ekki gott fyrir gjaldmiðil drottningar. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Breska sterlingspundið hefur aldrei verið lægra gagnvart evrunni en slæmar efnahagshorfur á Englandi hafa að undanförnu sett aukinn þrýsting á gjaldmiðilinn. Þetta kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins, BBC, en eitt pund er nú á við 1,029 evrur og stefnir í að gjalmiðlarnir verði jafnverðmiklir á næstu dögum haldi þróunin áfram. Í endaðan október fengust 1,287 evrur fyrir eitt pund en síðan þá hefur sigið á ógæfuhliðina. Fyrir ári síðan dugði eitt pund fyrir einni og hálfri evru og á hátindi ferils síns árið 2000 var pundið 1,7 evra virði. Að sögn BBC eru tveir undirliggjandi þættir sem eiga sök á því að pundið veikist með degi hverjum. Í fyrsta lagi eru stýrivextir lægri í Bretlandi og því eru fjárfestar heitari fyrir evrunni en pundinu. Sérfræðingar búast við því að kreppan verði dýpri í Bretlandi heldur en almennt á evrusvæðinu sem gæti leitt af sér að Englandsbanki verði að lækka stýrivextina enn meira en í dag eru þeir tvö prósent. Í Evrópu eru stýrivextirnir hins vegar tvö og hálft prósent og hefur Seðlabanki Evrópu gefið það til kynna að vaxtahækkun sé ólíkleg á næsta ári. Í öðru lagi hefur verslun yfir jólahátíðina verið með minnsta móti í Bretlandi þetta árið sem boðar ekki gott fyrir gjaldmiðil drottningar.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira