Viðskipti erlent

MK One í þrot í annað sinn á árinu

Tískuverslanakeðjan MK One er komin í þrot í annað sinn á þessu ári. Lítið hefur gengið við að koma rekstrinum í viðunandi horf frá því að Baugur seldi keðjuna til Hilco í maí s.l..

MK One var sett í gjaldþrotameðferð í gærmorgun af einum helsta lánadrottni sínum en MK One er með 125 verslanir á sínum snærum víða á Bretlandi.

Í maí s.l. er Baugur seldi MK One til Hilco voru 170 verslanir innan keðjunnar. Hilco tókst ekki að finna kaupenda og fór MK One í gjaldþrotameðferð í sumar.

Það var svo Mark Brafman, sem var stofnandi MK One á sínum tíma, sem tók við rekstrinum. Mark tók til við að loka þeim verslunum keðjunnar sem skiluðu mestu tapi en hvarf svo af vettvangi fyrir rúmum mánuði síðan.

Og nú er MK One aftur komið í þrot og leitað er að nýjum eigendum til að taka við rekstrinum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×