Myndband Eurobandsins sem frumsýnt var í hádeginu í dag mun vera fyrsta myndbandið sem er frumflutt í farsíma. Hægt er að horfa á myndbandið í öllum Nova símum þannig að í raun er um að ræða heimsfrumsýningu.
Myndbandið var einnig sýnt á vef símafyrirtækisins og vakti mikla lukku. Líkt og Vísir greindi frá fyrr í dag var myndbandið frumsýnt í hádeginu og þremur klukkustundum síðar voru um 10 þúsund manns búnir að skoða myndbandið, ýmist í farsímum eða á Nova vefnum.
Hægt er að sjá myndbandið hér.