Sólarkísilverksmiðja farin út af kortinu 27. ágúst 2008 00:01 Ólafur Áki Ragnarsson „Margir þættir réðu þessari ákvörðun. Þar á meðal orkuöflun og verð, aðgangur að hæfu vinnuafli, verksmiðjustæðið og fleira. Staðan í stjórnmálum á Íslandi hefur hins vegar ekki verið neinn lykilþáttur í okkar ákvörðunum," segir Erik Thorsen, forstjóri norska stórfyrirtækisins REC (Renewable Energy Corporation). REC hefur ákveðið að finna nýrri sólarkísilverksmiðju sinni stað í Quebec í Kanada. Um tíma stóð til að verksmiðjan yrði reist hér á landi, í sveitarfélaginu Ölfusi. Félagið átti einnig í viðræðum við Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur um raforkaup. „Það er ágætt hljóð í okkur, en það er mikið áfall að þetta skyldi ekki gerast," segir Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri í Ölfusi. Orkuveita Reykjavíkur hafði tryggt raforku í fyrsta áfanga verksmiðjunnar. Hins vegar hefur verið óvissa um framhaldið, meðal annars vegna mismunandi skoðana meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur hverju sinni á því hvort reisa skuli Bitruvirkjun. Þetta telur Ólafur Áki að kunni að hafa haft áhrif á ákvörðun Norðmanna, ásamt því að Skipulagsstofnun hafi kveðið uppúr um að verksmiðjan skyldi í umhverfismat. Hann hafði þó ekki heyrt formlega í Norðmönnum um málið þegar Markaðurinn ræddi við hann. Landsvirkjun hafði einnig rætt við REC um orku. „Þetta er bagalegt fyrir okkur en undirstrikar um leið hvað hátækniiðnaðurinn er eftirsóttur," segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins. Fjallað er um málið í fjölmörgum kanadískum og alþjóðlegum miðlum. Fjárfesting REC í Kanada nemur sem svarar ríflega eitt hundrað milljörðum íslenskra króna. Stefnt er að því að verksmiðjan hefji framleiðslu í Quebec árið 2012, en hún kaupir raforku frá vatnsaflsvirkjunum. REC hafði rætt við sveitarfélagið Ölfus um 120 hektara lóð undir verksmiðjuna. Hún hefði orðið 300 manna vinnustaður, þar af hefði þriðjungur verið háskólamenntaður. Byggingin tæki þrjú ár og um 500 manns fengju vinnu við hana. Markaðir Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Sjá meira
„Margir þættir réðu þessari ákvörðun. Þar á meðal orkuöflun og verð, aðgangur að hæfu vinnuafli, verksmiðjustæðið og fleira. Staðan í stjórnmálum á Íslandi hefur hins vegar ekki verið neinn lykilþáttur í okkar ákvörðunum," segir Erik Thorsen, forstjóri norska stórfyrirtækisins REC (Renewable Energy Corporation). REC hefur ákveðið að finna nýrri sólarkísilverksmiðju sinni stað í Quebec í Kanada. Um tíma stóð til að verksmiðjan yrði reist hér á landi, í sveitarfélaginu Ölfusi. Félagið átti einnig í viðræðum við Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur um raforkaup. „Það er ágætt hljóð í okkur, en það er mikið áfall að þetta skyldi ekki gerast," segir Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri í Ölfusi. Orkuveita Reykjavíkur hafði tryggt raforku í fyrsta áfanga verksmiðjunnar. Hins vegar hefur verið óvissa um framhaldið, meðal annars vegna mismunandi skoðana meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur hverju sinni á því hvort reisa skuli Bitruvirkjun. Þetta telur Ólafur Áki að kunni að hafa haft áhrif á ákvörðun Norðmanna, ásamt því að Skipulagsstofnun hafi kveðið uppúr um að verksmiðjan skyldi í umhverfismat. Hann hafði þó ekki heyrt formlega í Norðmönnum um málið þegar Markaðurinn ræddi við hann. Landsvirkjun hafði einnig rætt við REC um orku. „Þetta er bagalegt fyrir okkur en undirstrikar um leið hvað hátækniiðnaðurinn er eftirsóttur," segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins. Fjallað er um málið í fjölmörgum kanadískum og alþjóðlegum miðlum. Fjárfesting REC í Kanada nemur sem svarar ríflega eitt hundrað milljörðum íslenskra króna. Stefnt er að því að verksmiðjan hefji framleiðslu í Quebec árið 2012, en hún kaupir raforku frá vatnsaflsvirkjunum. REC hafði rætt við sveitarfélagið Ölfus um 120 hektara lóð undir verksmiðjuna. Hún hefði orðið 300 manna vinnustaður, þar af hefði þriðjungur verið háskólamenntaður. Byggingin tæki þrjú ár og um 500 manns fengju vinnu við hana.
Markaðir Mest lesið Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Neytendur Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Viðskipti innlent Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Viðskipti erlent Áföll í vinnu: Erfitt að sinna vinnu og jafnvel heimilishaldi Atvinnulíf Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Neytendur Finnur þægilegu heimatilfinninguna þegar hann lendir í Keflavík Atvinnulíf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Sjá meira