Innlent

Sýknaður af líkamsárás

Andri Ólafsson skrifar

Karlmaður var í Héraðsdómir Suðurlands í dag sýknaður af ákærum um líkamsárás. Manninum var gefið að sök að hafa ráðist á annan mann fyrir utan skemmtistað í Vestmannaeyjum, sparkað í hann og slegið þannig að hann fékk áverka á nefi og á enni.

Hinn meinti árásarmaður neitaði sök en fjöldi vitna bar vitni fyrir héraðsdómi. Þeim bar öllum saman um að átök hefðu brotist út á skemmtistaðnum sem borist hafi svo út á götu. Þeim bar hins vegar ekki saman um það hver hefði átt upptökin að þeim né hvernig þau fóru nákvæmlega fram.

Sjálfur sagði hinn meinti árásarmaður að hann hefði lent í átökum við nokkra drengi sem hafi verið of ungir til þess að vera á skemmtistaðnum og að í þeim átökum hafi hann slegið eitthvað frá sér.

Þar sem ekkert vitnanna lýsti atburðarrásinni á sama hátt og henni var lýst í ákæru var hinn meinti árásarmaður sýknaður.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×