Viðskipti innlent

Forsætisráðherra heimsótti NASDAQ-höllina

MYND/Auðunn

Geir H. Haarde forsætisráðherra Íslands heimsótti NASDAQ OMX kauphöllina í New York í dag ásamt fríðu föruneyti. Þar hitti hann forstjóra NASDAQ OMX Group, Bob Greifeld.

Eins og fram hefur komið í fréttum fór Geir til New York til þess taka þátt í ársfundi Íslensk-ameríska verslunarráðsins. Þórður Friðjónsson, forstjóri NASDAQ OMX kauphallarinnar á Íslandi, var fundarstjóri á ráðstefnunni.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×