Viðskipti innlent

Nýherji eykur hlutafé um 45 milljónir króna

Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja.
Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja. Mynd/ GVA

Stjórn Nýherja hf. hefur ákveðið að auka hlutafé félagsins um 45 milljónir króna á genginu 22,0. Þar af verða 15.902.553 hlutir nýttir sem greiðsla til seljenda TM Software hf. og 29.097.447 hlutir verða ætlaðir til sölu til núverandi hluthafa og starfsmanna samstæðunnar. Hverjum og einum starfsmanni samstæðunnar sem eru í starfi 14. Mars 2008 býðst að kaupa annað hvort 5.000 eða 10.000 hluti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×