Viðskipti innlent

Hagnaður Byrs þrefaldast

Ragnar Guðjónsson, annar sparisjóðsstjóri Byrs.
Ragnar Guðjónsson, annar sparisjóðsstjóri Byrs.

Byr Sparisjóður hagnaðist um tæp átta milljarða króna á síðasta ári samkvæmt uppgjöri sem birt var í dag. Til samanburðar var hagnaður sparisjóðsins um 2,6 milljarðar árið 2006 og þrefaldaðist hann því á milli ára.

Fram kemur í tilkynningu frá félaginu um sé að ræða mesta hagnað í sögu félagsins en Byr er aðeins tæplega tveggja ára gamalt félag sem varð til við sameiningu Sparisjóðs vélstjóra og Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Síðan þá hefur Sparisjóður Kópavogs einnig sameinast Byr.

Eignir Byrs námu 185 milljörðum króna í lok síðasta árs og höfðu aukist um 80 milljarða á árinu. Eigið fé í árslok nam 53 milljörðum og hefur aukist um nærri 40 milljarða á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×