Viðskipti innlent

Óheppileg tímasetning og of hátt gengi hjá Skiptum

Lítill áhugi fjárfesta á kaupum á hlutum í Skiptum hf. markast af afar óheppilegri tímasetningu útboðsins og því að gengið á hlutunum var of hátt.

Eins og fram kom í fréttum í morgun lauk útboðinu með því að aðeins 7,5% af þeim 30% sem í boði voru. Ásmundur Gíslason hjá greiningu Glitnis segir að þetta útboð hefði aldrei farið fram nema vegna samningsins við ríkið um að það yrði að gerast.

„Aðstæður á markaði eru afar óheppilegar fyrir útboð af þessu tagi enda hefur hlutabréfamarkaðurinn verið í mikilli lægð eins og allir þekkja," segir Ásmundur.

Fram kemur í máli Ásmundar að greining Glitnis hafi þar að auki talið að útboðsgengið á hlutunum hafi verið of hátt en það var 6,64 krónur á hlut. „Við settum þetta í gegnum sjóðsstreymislíkan hjá okkur og fengum út að gengið hefði átt að vera um 5,7 krónur á hlut," segir Ásmundur.

Aðspurður um hvernig þróunin yrði á genginu í Skiptum þegar félagið fer á markað á miðvikudag segir Ásmundur að ómögulegt sé að segja til um slíkt núna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×