Viðskipti innlent

Dr. Gunni líkir fasteignakaupum við mafíuviðskipti

Á Bloomberg fréttaveitunni í dag er úttekt á stöðunni í efnahagslífi Íslands. Hefst úttektin á stuttu spjalli við blaðamanninn Gunnar Hjálmarson, eða dr. Gunna, þar sem hann líkir fasteignakaupum sínum við mafíuviðskipti.

Greint er frá því að dr. Gunni keypti íbúð fyrir fjórum árum síðan og tók til þess 14,3 milljón kr. verðtryggt lán. Nú skuldar hann 18 milljónir af þessu láni.

"Þetta er eins og að mafían skeri af manni fingur," segir dr. Gunni. "Kannski verður það allur handleggurinn þegar þeir breyta vöxtunum hjá mér á næsta ári."

Bloomberg segir að staðan sem dr. Gunni er kominn í sé lýsandi dæmi fyrir marga neytendur á Íslandi. Þriðju hæstu vextir í Evrópu og gífurleg verðbólga neyði Íslendinga nú til að draga úr útgjöldum sínum.

Farið er yfir stöðuna almennt og m.a. nefnt til sögunnar að nýskráning bíla hafi dregist saman um 60% í júlí, greiðslukortavelta hafi minnkað um 15% í sama mánuði og búist sé við 2% samdrætti í hagvexti á næsta ári.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×