Erlent

Enn finnast leyniskjöl á glámbekk á Bretlandi

Enn finnast á Bretlandi leyniskjöl á glámbekk. Greint var frá því fyrr í vikunni að BBC hefði fengið afhent skjöl sem fundust í lest og fjölluðu um aðgerðir ríkisstjórnarinnar í baráttunni við hryðjuverkamenn. Dagblaðið Independent on Sunday hefur nú skýrt frá því að þeim hafi einnig verið afhentur skjalabunki sem merktur er sem ríkisleyndarmál.

Skjölin fjalla um aðgerðir sem miða að því að koma í veg fyrir og uppræta efnahagsglæpi og talsmaður fjármálaráðuneytisins í Bretlandi segir í samtali við BBC að þar á bæ séu menn uggandi yfir lekanum.

Blaðið skilaði skjölunum og lýsti því yfir að það myndi ekki skýra frá innihaldinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×