Viðskipti innlent

Actavis kaupir lyfjaefnaverksmiðju í Kína

Róbert Wessmann er forstjóri Actavis.
Róbert Wessmann er forstjóri Actavis.

Actavis hefur keypt verksmiðju í Kína sem sérhæfir sig í þróun og framleiðslu virkra lyfjaefna. Actavis kaupir 90 prósenta hlut í fyrirtækinu.

Kaupin eru liður í því markmiði Actavis að lækka framleiðslukostnað með því að framleiða eigin virk lyfjaefni og selja virk lyfjaefni til annarra lyfjafyrirtækja, eins og segir í tilkynningu félagsins. Kaupverð verksmiðjunnar er ekki gefið upp. Bent er á að  Actavis sé þegar með sambærilega starfsemi á Indlandi.

 Actavis er með 70 þróunarverkefni í gangi á virkum lyfjaefnum. Auk virkra lyfjaefna framleiðir Actavis samheitalyf í 21 verksmiðju í 13 löndum og er árleg framleiðslugeta félagsins 24 milljarðar taflna og hylkja. Þetta er ekki eina verksmiðja Actavis í Kína því félagið rekur lyfjaverksmiðju í Guangdong í Kína þar sem framleidd eru lyf í töflu- hylkja- og vökvaformi, auk krema og smyrsla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×