Sport

Myndband: Slagsmál og óeirðir í S-Amerísku knattspyrnunni

Gustavo Semino er harður í horn að taka. Hann lét hins vegar skapið hlaupa með sig í gönur á mánudaginn.
Gustavo Semino er harður í horn að taka. Hann lét hins vegar skapið hlaupa með sig í gönur á mánudaginn.

Leikur Le Serena og Hachipito í efstu deild Chile endaði með ósköpum á mánudaginn eftir að varnarmaður Huachipito, Gustavo Semino, var vikið af velli fyrir að hafa veist að boltastrák.

Að sögn fjölmiðla í Chile reiddist varnamaðurinn boltastráknum þar sem honum þótti hann ekki nógu fljótur að sækja boltann.

Leikurinn leystist fljótlega upp í vitleysu eins og sjá má á þessu myndbandi

Knattspyrnuleikir í Suður-Ameríku eiga það til að leysast upp í vitleysu því daginn eftir átökin í Chile brutust út allsherjar slagsmál á milli fylgismanna tveggja Futsal liða í brasilísku deildinni.

Liðin tvö sem áttust við voru Palmeiras og Corinthians en átta mínútna langt myndband sem ESPN tók saman af slagsmálunum má sjá hér

 

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×