Viðskipti erlent

Hlutabréf hækkuðu á Wall Street

Frá Wall Street.
Frá Wall Street.
Töluverð hækkun varð á helstu hlutabréfavísitölum í Kauphöllinni á Wall Street í gær. Dow Jones og Standard og Poor´s hækkuðu um rúm eitt komma fimm prósent og Nasdaq hækkaði um þrjú prósent. Talið er að þessa hækkun megi rekja til nýs samkomulags um kaup JP Morgan á Bear Stearns bankanum. Samið hefur verið um að verð á hlut í bankanum verði fimmfalt hærra en ákveðið var í upphafi, fari úr tveimur dölum á hlut í tíu dali. Þessi tíðindi auk jákvæðra frétta af fasteignamarkaði urðu til þess að auka væntingar bandarískra fjárfesta til markaðarins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×