Innlent

Segir hauskúpuna koma frá lækni

Vísir ræddi við konu í kvöld sem segist vera eigandi hauskúpunar sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum síðan í gærkvöld. Konan, sem ekki vildi láta nafns síns getið, þvertók fyrir að eitthvað gruggugt væri við hauskúpuna eða við það hvernig hún komst í hennar hendur.

Konan segir að hauskúpan hafi verið í eigu tengdarsonar síns en hann hafi erft hana frá afa sínum sem hafi verið læknir. Sá hafi fengið hauskúpuna til rannsókna. Að sögn lögreglu er höfuðkúpan líklega úr konu eða barni sem lést fyrir tíu til þrjátíu árum

Konan sagði Vísi að einhvern veginn hafi höfuðkúpan ratað frá tengdasyninum til sín og hún hafi svo haft hauskúpuna til skrauts í hjólhýsi í sínu í Kjósarhreppi.

Að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns er ekki ljóst hvort málið teljist til sakamála enda uppruni höfuðkúpunnar óljós og aldursgreining hennar ónákvæm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×