Viðskipti innlent

FL Group tekið af markaði

MYND/Anton

FL Group verður tekið af markaði á næstu vikum. Þetta herma öruggar heimildir Markaðarins en greint var frá tíðindunum í hádegisfréttum hans.

FL Group hefur fallið mikið á markaði undanfarna mánuði samfara erfiðleikum í rekstri, en tap félagsinsa á síðasta ári nam 67 milljörðum króna. Það sem af er þessu ári hefur félagið lækkað um 47 prósent í Kauphöllinni, þar af um tíu prósent í dag.

FL Group á ýmsar eignir, þar á meðal 30 prósenta hlut í Glitni, 25 prósenta hlut í öðrum stærsta drykkjarvöruframleiðanda Skandinavíu, Royal Unibrew, um 40 prósent í fasteignafélaginu Landic Property og Tryggingarmiðstöðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×