Viðskipti innlent

Krónan í frjálsu falli í morgun

Gengi krónunnar hefur verið í frjálsu falli í viðskiptum á millibankamarkaði í morgun. Frá því að opnað var fyrir viðskipti hefur gengi krónunnar fallið um tæp fimm prósent.

Gengisvísitalan er nú rétt rúmlega 150 stig samkvæmt vef Kaupþings og hefur fallið um tæp 5 prósent sem fyrr segir. Evran stendur í 116 krónum, pundið er komið í rúmlega 148 krónur og dollarinn í tæpar 74 krónur. Þá er danska krónan komin í 15,5 krónur.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×